Díana Kristín Sigmarsdóttir er gengin til liðs við ÍBV, en samningurinn var undirritaður í dag á 900 Grillhús í Vestmannaeyjum. Díana er tuttugu og tveggja ára örvhent skytta og kemur frá Fjölni en hún hefur spilað með þeim síðastliðin tvö ár. Þar gerði hún góða hluti, skoraði 191 mark í ár og 202 mörk í Olís deildinni tímabilið á undan. Það voru mörg lið á eftir henni og því er Það mikið gleðiefni fyrir félagið að hafa tryggt sér krafta markamaskínunnar og vonum við svo sannarlega að hún muni njóta sín í nýju liði.
Á myndinni eru auk Díönu, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir þjálfari og Guðjón Örn Sigtryggson úr handknattleiksráði.
Áfram ÍBV